Leirkvöld - Einkaviðburður
Leirkvöld - Einkaviðburður
Bókaðu einka leirkvöld fyrir hópinn þinn. Tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði eða fjölskyldur.
15% afsláttur þegar bókað er fyrir hóp (6-10 manns)
Dagsetning: Sveigjanlegt
Tími: 2,5 klukkustundir
Verð: 16.900 kr. á mann
Innifalið: léttar veitingar, leiðsögn, leir, glerjun og brennsla
Fjöldi: 6-10 manns
Staðsetning: Vinnustofa Studio Miklo, Krókháls 6, 3. hæð.
Farið verður yfir helstu aðferðir við handmótun og gert er ráð fyrir að þátttakendur móti tvo til þrjá hluti eftir eigin höfði. Þátttakendum stendur til boða að mála hluti sína með leirlitum í lok kvöldsins. Eftir kvöldið munu hlutirnir verða brenndir og glerjaðir ef við á (með glærum glerung) og afhendir u.þ.b. tveim vikum síðar. Boðið er uppá freyðivín og léttar veitingar. Leirkvöldið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum. Fullkomin leið til að kynnast leirnum og eiga notalega kvöldstund í góðum hóp.
Hafðu samband hér og við finnum dagsetningu sem hentar.
