Gjafabréf á leirkvöld
Gjafabréf á leirkvöld
Gjafabréf fyrir einn á leirkvöld hjá Studio Miklo.
Innifalið: léttar veitingar, leiðsögn, leir, glerjun og brennsla
Staðsetning: Vinnustofa Studio Miklo, Krókháls 6, 3. hæð.
Farið verður yfir helstu aðferðir við handmótun og gert er ráð fyrir að þátttakendur móti tvo til þrjá hluti eftir eigin höfði. Þátttakendum stendur til boða að mála hluti sína með leirlitum í lok kvöldsins. Eftir kvöldið munu hlutirnir verða brenndir og glerjaðir ef við á (með glærum glerung) og afhendir u.þ.b. tveim vikum síðar.
Boðið er uppá freyðivín og léttar veitingar.
Leirkvöldið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum.
Fullkomin leið til að kynnast leirnum og eiga notalega kvöldstund í góðum hóp (hámarksfjöldi á kvöldi er 10 manns).
Senda þarf póst á studio@studiomiklo.is til að skrá sig.